Símonar segir..


Gestabok-skoda? | KvittiKvitt!!!
Símonar segir..

If you do you do, you do you don´t...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur
 
Nei sælt veri fólkið!
Næstum því ár síðan síðast, og ég enn lifandi.

Mig langaði bara að benda einlægum aðdáendum á aðra síðu, sóðabrókasíðuna. Þar á ég örugglega eftir að halda uppi samræðum við sjálfa mig, og ef heppnin er með okkur gætu sóðabrækur einnig tekið til máls.

laugardagur
 
Ég er góð í mörgu en í bloggskrifum er ég það ekki..
Fór á módelnámskeið inni á baði hjá Berglindi fyrir um ári síðan, þ.e. um áramótin 03-04, og á erfitt með að hemja mig með að setja þær ekki á síðuna, enda afraksturinn fallegur. Föndraði samt eina þeirra þarna upp í vinstra hornið.
Jæja ýmislegt breytt frá því í fyrra og er eftirfarandi það allra nýjasta:
  • Ég útskrifaðist sem stúdent.
  • Gekk út.
  • Við Begga sleggja settum á fót líkamsræktarstöð.
  • Við Begga steri fórum á ACE námskeið.
  • Fór á LCN naglanámskeið.
  • Fór á mjög stutt Make up forever einkanámskeið.
  • Er að kaupa íbúð.

...ég er mjög sátt, enda jólin að koma.

Fer í klippingu á mánudaginn og í sveitina á þriðjudaginn, það er nú ekki leiðinlegt.

Mæli sterklega með að halda áramótin hátíðleg í Hólminum, enda opið á Fimm Fiskum og amma hennar Maríu Guðrúnar að verða sextug.
föstudagur
 
Ég vil byrja á að þakka þeim fjölmörgu sem skrifuðu í gestabókina, án ykkar væri ég ekki það sem ég er í dag.
Danni draumaprins vildi fá að sjá stöðina þannig að ég setti inn nokkrar myndir í albúm3 en ég átti ekki neina góða mynd af stöðinni tilbúinni, þannig að þetta verður víst bara að duga Danni minn. Þú sérð þetta betur þegar þú kemur heim og þá getur þú komið í Átak og lagað það sem þú sleist þarna í íþróttum í útlöndum þarna um daginn, hvað sem það nú var aftur?
Já í Átaki geta allir fengið alltaf allrameinabót..og fæðubótarefni.

En út í annað, þá er ég í miðri tilraun á sjálfri mér núna. Við Berglind Friðarlilja keyptum af okkur sjálfum Creatine og skelltum okkur í 5 daga hleðslu (maður verður nú að vita hvað það er sem maður er að selja..riiight?).
Já það þarf víst ekki að tyggja það í ykkur lesendur góðir að það virkar svona líka...skelfilega.
Feel like a bloody bastard..geng eins og ég sé með fótbolta undir höndunum og kústskaft í bííííííb.
..samt kannski ekki alveg.
En vöðvarnir eru vel "þrútnir", get lyft meiru og komin með bjúg. ..fallegt?
Nú bíð ég bara eftir börtum, adamsepli og bassarödd.

En yfir í allt annað!
Hvað er rautt og hvítt með skegg og labbar í fjöllum, grænt og allskonar og stingur, allskonar og lýsir í myrkri, allskonar og maður vill ólmur opna það, með góðri lykt og maður vill borða það, brúnt og heitir machintosh og maður kemst ekki í buxurnar eftir það...?
Jú..ÞAÐ ERU JÓLIN!
Jólin eru að koma..vei vei.miðvikudagur
 
Það er óhætt að segja að það sé ekki partý í gestabókinni.
Skriftin hjá seinasta manni fer að vera ólæsileg, svo gömul er hún.

Mæli með að fólk fjölmenni í gestabókina.
Takk fyrir það.
Kveðja, Símonar.þriðjudagur
 
Það er komið svoldið síðan seinast.
Annars er nú fátt frásögufærandi, nema þá það að mig langar að vera boxari, það er splunkuný bóla og ergir það mig svoldið að ég kann svo ekki box.
Horfði reyndar nýlega á GIRLFIGHT og þar lærði kellingin nokkur trix.
Þar sem ég er komin með boxbólu þá skellti ég mér á "boxæfingu" með sjálfri mér.
Ég rifjaði upp allt sem ég lærði í GIRLFIGHT og byrjaði á því að sippa sem villt væri, því boxarar þurfa jú að kunna að sippa og sippa lengi.
..en það gekk ekki upp þar sem að brjóstin slógust grimmt í hökuna á mér og belgurinn í lærin á mér, sama hversu hátt ég girti mig.
Það þýddi lítið að gefast upp, vafði mig, henti mér í hanskana og fór að lemja púðann, óð, en við einn transversusflexusróteriumhægrihandarkrókinn kýldi ég skakkt og fékk voðavont-verk í úlnliðinn.
Iss ég prumpa bara á verki.
Alvöru boxarar eyða deginum í magaæfingar og gerði ég því svona eins og heil 20 stykki.
Ekkert væl! hugsaði ég og tók ég nokkrar armbeygjur, á TÁNUM.
..eða svona tvær til þrjár, það er víst eitthvað þungt í manni pundið.
Þar með var æfingin búin.

Það fer að koma að því að ég þurfi að fara að grenna mig þar sem ég er að bæta á mig massa og er komin langleiðina með að fara að líkjast rússneskum kúluvarpara með rakaða handarkrika, óloðna efrivör og mjóa ökla.
Það væri þá nýtt ef það teldist fallegt.

Jæja, hef ekki tíma í þetta enda jólin að koma eftir 59 daga.
föstudagur
 
Born to be wild?

Hvað á þetta fólk sameiginlegt?

Hr.Þorbergur og Frú Sesselja
Kiddó og Þórhildur
Ég og Margeir
Sigrún Lóa og Maggi
Dísa G.G. og Höskuldur
Helgi Reynir og Heba
Pabbi og Stína
Guðrún Svana og Addi
Maggi Bæ og Dísa hár
Guðmundur og mamma Dísu G.G. (sem ég man ekki nákvæmlega hvað heitir í augnablikinu..)
Svanur og Bogga
..og allir hinir sem ég ýmist gleymi eða þekki ekki.

..jú þau fengu einhverskonar "sjúllumbúllum" á jólunum.
Fullt af fólki sem á afmæli seinnipart septembers og gæti ástæðan verið fyrir því sú kenning um að allir eiga að vera góðir við aðra á jólunum.

Til hamingju með afmælið allir!

Bakaði í fyrradag þar sem sonur minn ástkær varð 4 ára í gær. Ekki varð mikið úr uppskriftunum þar sem ég lenti í því óhappi að borða stórann hluta deigsins.
En þetta var góður dagur og hann mjög ánægður.

Svo er afkvæmi okkar Berglindar að fæðast núna í næstu viku eftir langa (ár í gær) og umfangsmikla meðgöngu.
Við teljum það hafa fengið það besta frá báðum foreldrum, en þó með nokkuð sterkan svip frá öfum sínum í báðar móðurættir.

Ég kveð að sinni..
miðvikudagur
 
25.08.04
...ó sál mín er klökk og ég mun þurrka gleðitár af hvörmum mínum í kvöld.

Stórmerkilegt að teljarinn hafi ekki hætt að hreyfast í 10.000, hefur fólk enn trú á ritgleði minni eða lifir það í örkula von um að fá að skyggnast í mitt stórbrotna líf?
...telur teljarinn kannski bara sjálfvirkt? Þá er þetta nú bara alveg stórskemmtilegt kerfi.


laugardagur
 
15.05.04
Jæja..

Er í þessu líka fína helgarfríi.
Hef aldrei verið jafn ástfangin af rúminu mínu..þvílíkt pláss.

Ég hef að öllum líkindum misst lyklana af himnaríki, önnur eins morð hafa ekki verið framin með mínum höndum frá árinu 1980, en það var einmitt þá sem ég myrti nærri því hana móður mína við fæðingu.


föstudagur
 
Af mér er það að frétta...


Ég útskrifast núna 21.maí af náttúrufræðibraut...loksins, já já hún náði prófinu kellingin og fékk meira að segja níu.
Allt hægt?
Þannig að takmarkinu er náð, að útskrifast fyrir þrítugt...og það mátti varla tæpara standa.
Tek á móti hamingjuóskum og krönsum um borð á Þórsnesi SH-eitthvað, þar sem ég stend stíf skemmandi netin og ælandi á vinnufélagana.
Já..var víst ráðin sem hafmeyja á sjó í sumar.
..fallegt orð yfir illa lyktandi sjómann með brjóst?

Fór á sjó með honum föður mínum í gær í fyrsta skipti og það var mjög fínt. Fengum rúmt tonn og einn alveg svaaaaka stór!
Já ég tók þau mörg lífin í gær...sá mikið blóð og mörg sorgmædd grá andlit með skelfingu og angist í augum.
En það kom á móti að sjá gleðibrosið sem færðist yfir alla öskrandi mávana kringum mig þar sem ég lagði allt mitt í að gefa hverjum og einum sinn magafylli.
Það tók á, enda hátt í hundrað talsins, allir jafn gráðugir og allir eins í útliti.
..nema einn, hann var heldur brúnaþungur.

Fyrsti fiskurinn var erfiðastur, hann var alveg brjálaður. Enda hafði ástæðu til þar sem ég hafði ætlað mér að skera hann á háls blessaðan.
En hann sá við mér og þrusaði hnífnum fyrir borð.
..martröðin breyttist í draum þegar hann faðir minn kom um hæl svífandi með nýjan og rétti mér.

Jæja...til að gera langa sögu stutta þá fékk ég öngul í hendina og stakk mig á karfa, pissaði í fötu, datt á kar, var bitin af hundruðum þorska, blóðböðuð af ufsa og sjóveik (reyndar ekki nema 3 klst. af 9), en allt fyrir góðan málsstað.
Fisk á minn disk.

Síðar..


mánudagur
 
Takk fyrir mig..

Ég hef ákveðið að taka mér hlé frá skriftum í óákveðinn tíma.
Er að hugsa um að toga sálu mína út úr bloggheiminum frá og með deginum í dag og gera það sem ég hefði átt að vera löngu byrjuð að gera, hekla dúllur eða steikja kleinur...

Annars var rosalega gaman í afmælinu í gær, veislan var hin glæsilegasta og Stykk stóð sig vel.
Engar kjaftó, bara gleði.

En ég þakka kærlega fyrir mig þar til síðar...